Netflix enn vinsælasta streymisveitan

Heim / Fréttir / Netflix enn vinsælasta streymisveitan

Rúmlega 9 af hverjum 10 heimilum á Íslandi eru með áskrift að einni eða fleiri streymisveitum. Netflix ber höfuð og herðar yfir aðrar streymisveitur í vinsældum en vinsældirnar fara þó aðeins dvínandi.
Hlutfall heimila með áskrift að Netflix minnkar um fjögur prósentustig milli ára og stendur nú í 73% en það er sambærilegt við hlutfall áskrifta árið 2019. Áskriftum að Disney+ dalar sömuleiðis um þrjú prósentustig milli ára og eru nú 46% heimila með áskrift að Disney+.

Viaplay sækir í sig veðrið

Viaplay er hástökkvarinn í ár en 34% heimila eru nú með áskrift að Viaplay, samanborið við 25% árið á undan. Viaplay hefur sótt í sig veðrið statt og stöðuglega frá því það kom inn á íslenskan markað og verður forvitnilegt að sjá hvernig vinsældir þeirra þróast á næstu árum.

Ítarlegri skýrslu má finna með því að smella hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.011, en þeir eru alls staðar að af landinu 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. til 15. janúar 2024.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir