Fyrirtækið

Maskína var stofnuð árið 2010 af dr. Þorláki Karlssyni og Þóru Ásgeirsdóttur.

Í upphafi árs 2022 rann MMR, sem stofnað var árið 2006 af Ólafi Þór Gylfasyni, undir hatt Maskínu. Með sameiningunni varð til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins.

Starfsfólk Maskínu leggur áherslu á vandaðar gæðakannanir og kappkostar að mæta kröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins.