Maskína var stofnuð árið 2010 af dr. Þorláki Karlssyni og Þóru Ásgeirsdóttur. Þau hafa bæði áratugareynslu í gerð og framkvæmd kannana af öllu tagi.

Maskína leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, persónulega þjónustu og að nýta gagnasöfnin sem best viðskiptavininum til hagsbóta. Jafnframt býður Maskína ætíð nýjustu aðferðir við framsetningu gagna.

Maskína hefur stækkað jafnt og þétt og í dag vinnur þar samhentur hópur fólks við að gera gæðakannanir.