Ásmundur Pálsson stjórnandi gagnaöflunar og úrvinnslu

Ásmundur er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikinn áhuga á framkvæmd kannana og tölfræðilegri úrvinnslu þeirra. Í upphafi hóf Ásmundur störf hjá Maskínu tímabundið sem lærlingur í vettvangsnámi sem hluti af sálfræðináminu en var fastráðinn eftir útskrift. Hann hefur starfað á ýmsum vettvangi, t.d. við blaðaútburð, sem verkamaður, lagerstarfsmaður, skósali, bílstjóri, lyklasmiður o.fl.

Hafðu samband við Ásmund með tölvupósti (asmundur (hjá) maskina.is) eða í síma 847 5537.

Birgir Rafn Baldursson viðskiptatengill

Birgir er með BSc gráðu í Human Factors Psychology frá Embry Riddle Aeronautical University í Bandaríkjunum frá árinu 2016. Hann starfaði lengi sem knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni og hefur auk þess starfað sem gjaldkeri í banka og sem ráðgjafi á geðdeild Landspítalans.

Hafðu samband við Birgi í tölvupósti (birgir (hjá) maskina.is) eða í síma 616 7757.

Freyja Þorvaldar gagnaöflun og úrvinnsla

Freyja er með B.Sc. gráðu í búsvísindum frá Lanbúnaðarháskóla Íslands. Hún stundaði auk þess nám við Háskólann á Hólum í reiðmennsku. Hún hefur brennandi áhuga á hrossarækt og stundar hana í hjáverkum auk útreiða. Allt sem viðkemur náttúruvísindum, blómum og fuglum á einnig hug hennar.

Hafðu samband við Freyju í tölvupósti (freyja (hjá) maskina.is) eða í síma 694 2562.

Hilma Rós Ómarsdóttir gagnaöflun og úrvinnsla

Hilma Rós er með B.Sc. gráðu í sálfræði og M.Sc. gráðu í megindlegri sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einstakan áhuga á öllu sem viðkemur mælingum og próffræði, sérstaklega hegðuninni að baki þess að svara sjálfsmatskvörðum. Hilma hefur unnið hin ýmsu störf, allt frá bókhaldi til sérkennslu í leikskóla. Samhliða náminu sinnti Hilma störfum sem aðstoðarkennari við Sálfræðideild Háskóla Íslands sem og sjálfstæðri rannsóknarvinnu.

Hafðu samband við Hilmu í tölvupósti (hilma (hjá) maskina.is) eða í síma 823 8894.

Hrafn Ingason gagnaöflun og úrvinnsla

Hrafn er með MSc gráðu í rannsóknarsálfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð og BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á hegðun og frammistöðu og hefur fulla trú á því að það sé alltaf hægt að gera betur (með hjálp góðra rannsókna og gagna). Hrafn hefur mest unnið með hegðun barna og unglinga, þar á meðal sem ráðgjafi á BUGL, sérkennari á leikskóla og sem persónulegur ráðgjafi.

Hafðu samband við Hrafn í tölvupósti (hrafn (hjá) maskina.is) eða í síma 844 0990.

Þorlákur Karlsson rannsóknarstjóri

Þorlákur er með doktorsgráðu í sálfræði með aukagrein í rannsóknaraðferðum og tölfræði frá West Virginia University í BNA. Þorlákur var rannsóknarstjóri hjá Gallup í nokkur ár, sem og lektor og dósent í aðferðafræði við Háskóla Íslands. Á árunum 2004-2009 var hann forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, sem og forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar árin 2009-2011 við sama skóla. Frá árinu 2011 hefur hann verið dósent í sálfræði við HR með starfi sínu sem rannsóknarstjóri Maskínu. Þorlákur hefur margra ára reynslu af gerð og uppbyggingu rannsókna, kennslu aðferðafræði rannsókna og tölfræði á háskólastigi, auk þess sem hann hefur sinnt margvíslegum rannsóknum á aðferðum spurningakannana.

Hafðu samband við Þorlák í tölvupósti (thorlakur (hjá) maskina.is) eða í síma 825 6420.

Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri

Þóra lauk MBA prófi frá HÍ 2008. Hún er með BA próf í félags- og fjölmiðlafræði, einnig frá HÍ, og stundaði auk þess nám í hagnýtri fjölmiðlun. Þóra hefur starfað við kannanir frá árinu 1984, fyrst hjá Félagsvísindastofnun, síðar Hagstofunni en lengst af sem forstöðumaður Viðhorfsrannsóknarsviðs Gallup. Þóra hefur áralanga reynslu í markaðs- og viðhorfsrannsóknum og ráðgjöf – meðal annars í öllum þáttum í undirbúningi og gerð rannsókna svo og framkvæmd þeirra – gerð spurningakannana og sölu á rannsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Þóra rak eigið ráðgjafafyrirtæki, Kná ehf., á árunum 2006-2010 eða þar til hún stofnaði Maskínu ásamt Þorláki árið 2010.

Hafðu samband við Þóru í tölvupósti (thora (hjá) maskina.is) eða í síma 896 4427.