Um 40% Íslendinga telja að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra

Heim / Fréttir / Um 40% Íslendinga telja að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra

Um tveir af hverjum fimm Íslendingum telja að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra, um þriðjungur telur áhrifin lítil og fjórðungur er þar á milli.

Konur fremur en karlar telja að skammdegið hafi mikil áhrif eða 48,0% kvenna og 33,7% karla. Mikill munur er á mati skammdegisáhrifanna eftir aldri. Þannig telja rúmlega 63% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára að áhrifin séu mikil, en aðeins um 23% þeirra sem eru 60 ára eða eldri. Ekki reyndist skammdegið hafa marktæk mismunaáhrif á kjósendur stjórnmálaflokka.

Svarendur voru 871 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14. til 21. febrúar 2020.

Aðrar fréttir