Fáir óánægðir með ráðningu Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra

Heim / Fréttir / Fáir óánægðir með ráðningu Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra

Slétt 17% eru óánægð með ráðningu Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra, ríflega 36% eru ánægð og fast að 47% í meðallagi ánægð/óánægð.

Ánægja með ráðninguna eykst nokkuð með hækkandi aldri, lengri skólagöngu og auknum tekjum, en ánægjumunur er ekki á milli kynja eða eftir því hvar á landinu fólk býr. Þá eru um tveir af hverjum þremur kjósendum Samfylkingarinnar ánægðir, en um fimmtungur kjósenda Miðflokks og Pírata.

Svarendur voru 871 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14. til 21. febrúar 2020.

Aðrar fréttir