Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa

Heim / Fréttir / Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa

Á hverjum ársfjóðrungi birtir Maskína niðurstöður um ánægju og óánægju með störf  ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Núna liggja fyrir niðurstöður fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs og í þeim má sjá að óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fer vaxandi.

Óánægja vex með törf ríkisstjórnarinnar
Á öðrum ársfjóðrungi var í fyrsta sinn yfir helmingur aðspurðra  óánægður með störf ríkisstjórnarinnar, nú eru 56% óánægð eða  um 2 prósentustigum meira.  Á sama tíma fækkar þeim sem segjast ánægðir með störf þeirra um 2 prósentustig og eru því 16% sem er með allra minnsta móti samanborðið við fyrri kannanir.

 

Mjög litlar breytingar hjá stjórnarandstöðunni
Afar litlar breytingar má merkja á ánægju og óánægju almennings með störf stjórnarandstöðunnar en þó dregur úr óánægju með þeirra störf um 1 prósentustig á milli ársfjórðunga og eru nú 41% óánægð með þeirra störf en 14% ánægð, eins og á síðasta ársfjórðungi.

Ítarlegri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 4.218, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram júlí til september 2023.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir