Vinsældir Sönnu ótvíræðar

Heim / Fréttir / Vinsældir Sönnu ótvíræðar

Borgarviti Maskínu samanstendur af spurningum sem snúa að borgarstjórn Reykjavíkur og er hann birtur þrisvar sinnum á ári. Núna er hann birtur í þriðja sinn á yfirstandandi kjörtímabili.

Reykvíkingar ánægðir með Sönnu
Af þeim fulltrúum sem sitja í borgarstjórn Reykjavíkur hefur Sanna Magdalena, fulltrúi Sósíalista, staðið sig best að mati Reykvíkinga. Í öllum þremur Borgarvitum Maskínum hefur hún setið á toppnum þegar borgarbúar eru spurðir hver hefur staðið sig best á yfirstandansti kjörtímabili . Ríflega 19% aðspurðra segja Sönnu hafa staðið sig best og hefur hún því ríflega 6 prósentustiga forskot á næsta mann sem er borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson en 13% telja hann hafa staðið sig best. Fast á hæla Dags kemur svo Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokkins, en rétt um 11% segja hana hafa staðið sig best.

Borgarvita Maskínu má finna í heild sinni í pdf-skýrslu hér.Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 979, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 17. – 29. ágúst 2023.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar til helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir