Mest ánægja með frammistöðu Sigurðar Inga og Katrínar í kosningabaráttunni

Heim / Fréttir / Mest ánægja með frammistöðu Sigurðar Inga og Katrínar í kosningabaráttunni

Í lok árs spurði Maskína um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni. Niðurstöðurnar sýndu að formennirnir stóðu sig mjög misvel að mati almennings.

Sigurður Ingi skoraði hæst

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom best út í niðurstöðum könnunarinnar þar sem flestir svarendur sögðu hann hafi staðir sig vel og fæstir sögðu hann hafa staðið sig illa. Tæplega 58% þótti hann hafa staðið sig vel en aðeins 12% sögðu hann hafi staðið sig illa. Fast á hæla hans var Katrín Jakobsdóttir forsætirráðherra og formaður Vinstri grænna. 56% svarenda fannst hún hafa staðið sig vel í kosningabaráttunni en 16% þótti hún hafa staðið sig illa.

Ánægja með Ingu Sæland

Talsverð ánægja reyndist með frammistöðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í kosningabaráttunni og skaut hún þriðja formanni ríkisstjórnarinnar, Bjarna Benediktssyni, ref fyrir rass. 46% aðspurðra fannst Inga hafi staðið sig vel í kosningabaráttunni en tæplega 21% fannst hún hafa staðið sig illa.

Bjarni og Þorgerður á svipuðum slóðum

Tælega 38% aðspurðra sögðu Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hafa staðið sig vel í kosningabaráttunni sem er mjög áþekkt þeim fjölda sem sagði Þorgerði Katrínu, formann Viðreisnar, hafa staðið sig vel, eða um 33%. Tæplega 28% sögðu bæði Bjarna og Þorgerði hafa staðið sig illa í kosningabaráttunni.

Guðmundur Franklín og Sigmundur Davíð reka lestina

Bæði Guðmundur Franklín og Sigmundur Davíð skáru sig frá öðrum formönnum en 85% aðspurðra sögðu Guðmund Franklín hafa staðið sig illa og 76% Sigmund Davíð hafa staðið sig illa. Aðeins 2,6% sögðu Guðmund Franklín hafa staðið sig vel en örlítið fleiri eða tæplega 6% sögðu Sigmund Davíð hafa staðið sig vel í kosningabaráttunni.

Hér má finna pdf skýrslu með ítarlegri niðurstöðum.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 956 talsins af öllu landinu og 601 í Reykjavík. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 15. til 28. desember 2021.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir