Fylgi flokka í lok júní

Heim / Fréttir / Fylgi flokka í lok júní

Allir ríkisstjórnarflokkarnir myndu bæta við sig fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag frá því í maí-könnun Maskínu. Tæplega 24% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, slétt 15% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og á milli 11-12% Framsóknarflokkinn. Á milli 42-43% eru ánægð með störf ríkisstjórnarinnar en aðeins tæplega 14% eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar.

Nánar má lesa um helstu niðurstöður könnunarinanr á visir.is ítarlegri niðurstöður má svo nálgast hér í pdf. skýrslu.

Svarendur könnunar voru 1.076 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14. til 22. júní 2021.

Aðrar fréttir