Meiri hluti andvíguru núverandi kvótakerfi

Heim / Fréttir / Meiri hluti andvíguru núverandi kvótakerfi

Maskína framkvæmdi nýlega könnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var um afstöðu almennings til kvótakerfisins í sjávarútvegi. Ríflega 56% eru andvígir núverandi kvótakerfi og um 17% hlynntir en afstaða almennings hefur breyst lítillega frá 2014 þegar 51% voru andvíg kvótakerfinu og tæplega 16% hlynnt.

Nánar má lesa um könnunina á visir.is.

Svarendur könnunar voru 752 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 11. til 18. mars 2021.

Aðrar fréttir