Stofnanaviti Maskínu: Íslendingar jákvæðastir gagnvart Landhelgisgæslunni

Heim / Fréttir / Stofnanaviti Maskínu: Íslendingar jákvæðastir gagnvart Landhelgisgæslunni

Maskína hefur um árabil mælt þekkingu og viðhorf almennings til stofnana í samfélaginu undir heitinu Stofnanaviti Maskínu. Í ár náði mælingin til 40 stofnana og er þetta áttunda árið sem Maskína framkvæmir þessa könnun. Sú breytingin var gerð í ár að hægt að er að velja um þrjá misítarlega pakka þar sem sérfræðingar Maskínu höfðu sett saman fleiri spurningar sem snúa að ímynd opinberra stofnana. Þetta var gert með það fyrir augum að skýrslan veiti stofnunum ennþá betri upplýsingar til að meta sýnileika sinn, trúverðugleika og árangur af ímyndarstarfi svo eitthvað sé nefnt.

Landspítalinn hefur nú tyllt sér á toppinn yfir þær stofnanir sem almenningur þekkir best en Þjóðkirkjan hefur vermt þann titill undanfarin ár. Á eftir Landspítala og Þjóðkirkjunni koma svo Veðurstofa Íslands og Landhelgisgæslan. Það er mjög sambærilegt og verið hefur undanfarin ár. Sú stofnun sem Íslendingar eru hvað jákvæðastir gangvart er svo Landhelgisgæslan, líkt og síðustu ár. Þar á eftir koma Veðurstofa Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Embætti landlæknis. Mesta breytingin á viðhorfi á milli ára er gangvart Seðlabankanum, en dregið hefur nokkuð úr jákvæðni gagnvart honum.

Eftirfarandi stofnanir voru mældar í ár:

 • Barna- og fjölskyldustofa
 • Byggðastofnun
 • Embætti landlæknis
 • Fangelsismálastofnun
 • Ferðamálastofa
 • Fiskistofa
 • Fjarskiptastofa
 • Hæstiréttur Íslands
 • Hafrannsóknastofnun
 • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
 • Jafnréttisstofa
 • Landgræðslan
 • Landhelgisgæslan
 • Landmælingar Íslands
 • Landspítali
 • Landsréttur
 • Lyfjastofnun
 • Matís
 • Matvælastofnun (Mast)
 • Menntamálastofnun
 • Menntasjóður námsmanna
 • Minjastofnun Íslands
 • Náttúrufræðistofnun Íslands
 • Neytendastofa
 • Persónuvernd
 • Ríkissáttasemjari
 • Ríkisskattsstjóri
 • Samgöngustofa
 • Samkeppniseftirlit
 • Seðlabanki
 • Sjúkratryggingar Íslands
 • Skipulagsstofnun
 • Skógræktin
 • Þjóðkirkjan
 • Þjóðminjasafn
 • Útlendingastofnun
 • Veðurstofa Íslands
 • Vegagerðin
 • Vinnueftirlitið
 • Vinnumálastofnun

Ef þú villt vita meira um Stofnanavita Maskínu eða eignast niðurstöður fyrir þína stofnun geturðu nálgast allar frekari upplýsingar hjá Freyju í gegnum netfangið freyja@maskina.is eða með því að hringja í okkur í síma 578-0125

Aðrar fréttir