Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkurinn í borginni

Heim / Fréttir / Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkurinn í borginni

Núna daginn fyrir kjördag birtir Maskína síðustu könnun á fylgi flokkanna í borginni. Niðurstöðurnar sýna að áfram er flokkur borgarstjóra, Samfylkingin, stærsti flokkurinn í Reykjavík meðtæplega 23% fylgi en þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn, undir stjórn Hildar Björnsdóttur, með 20-21% fylgi. Framsóknarflokkurinn og Píratar mælast nú með 14-15% fylgi en aðrir flokkar með töluvert minna.

 

Ítarlegri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.

Meðfylgjandi tölur er staðan í Reykjavík í dag samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem lögð var 12. og 13. maí. Ekki er um að ræða kosningaspá. Í ljósi umræðunnar síðustu misseri vill Maskína árétta að kosningaþátttaka er meðal annar breytileg eftir aldurs- eða þjóðfélagshópum sem getur haft áhrif á niðurstöður kosninga eins og kosningarannsóknir sýna.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 660, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 12. og 13. maí 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðir eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar til helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir