Flestir vilja sjá Dag sem næsta borgarstjóra

Heim / Fréttir / Flestir vilja sjá Dag sem næsta borgarstjóra

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna hefur Maskína lagt ýmsar áhugaverðar spurningar fyrir almenning um ýmislegt sem snýr að því hvernig fólk velur að ráðstafa atkvæði sínu á kosningadaginn. Sitt sýnist hverjum um hver sé best til þess falinn að sitja í stóli borgarstjóra og Maskína spurði Reykvíkinga hvern þeir vildu helst sjá sem borgarstjóra í Reykjavík næstu 4 árin.

Um 28% aðspurðra segjast vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram sem næsta borgarstjóra, það vekur athygli að það eru fleiri en segjast ætla kjósa flokk hans, Samfylkinguna, á kosningadaginndag. Tæplega 20% segjast helst vilja sjá Hildi Björnsdóttur sem næsta borgarstjóra en það eru aftur á móti færri en segjast ætla að kjósa flokk hennar, Sjálfstæðisflokkinn, í sömu könnun. Rétt um 15% vilja sjá oddvita Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, sem næsta borgarstjóra.

Ítarlegri niðurstöður um þetta og fleira er að finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.012, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 6. til 11. maí 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðir eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar til helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir