Vefumræðuborð

Í Vefumræðuborði Maskínu spyrjum við ítarlegra spurninga um ákveðin málefni og fara umræðurnar fram á netinu á spjallborði undir stjórn Maskínu. Þátttakendur svara þegar þeim hentar, annað hvort í snjallsíma eða í tölvu.

Vefumræðuborðið er umræðuhópur á netinu og frábær vettvangur til að eiga samtal við markhópa, viðskiptavini, starfsmenn o.s.frv. Maskína hefur yfirumsjón með umræðunum og setur inn spurningar sem þátttakendur geta svarað auk þess að gera athugasemdir hjá hver öðrum.

Þátttakendur í Vefumræðuborði geta verið allt að 50 í einu og eru þeir valdir eftir tegund verkefnis. Venjulega stendur Vefumræðuborð yfir í 2-5 daga og setur Maskína spurningar inn jafnan tvisvar á dag. Þátttakendur svara svo spurningunum þegar þeim hentar og gjarnan undir dulnefni.

Kostir Vefumræðuborðsins eru m.a. þeir að þátttakendur geta svarað spurningunum hvar sem þeir eru staddir og hvenær sem er á meðan umræðurnar standa yfir. Þegar svarað er rafrænt eru minni líkur á að fólk verði fyrir áhrifum af öðrum þátttakendum og allir eiga því sama tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með umræðunum þegar þær fara fram og koma með tillögur að viðbótar spurningum til þátttakenda ef einhver svör eru óljós. Niðurstöðum er skilað í skýrslu þar sem aðalatriði umræðnanna eru dregin fram en einnig er handriti af öllu sem sagt er í umræðunum skilað.