Djúpviðtöl

Við tökum djúpviðtöl fyrir þig. Þau eru einstaklingsviðtöl þar sem við köfum djúpt ofan í ákveðið mál eða málefni.

Djúpviðtöl eru leið til að nálgast miklar upplýsingar frá einstaklingum. Þar skiptir máli að bregðast við svörum þess sem við er rætt jafnharðan, þótt spurningarammi sé hafður til hliðsjónar. Þess vegna skiptir máli að sá sem viðtalið tekur sé þrautþjálfaður. Þau eiga einnig vel við ef hópurinn sem þarf að ná í er mjög upptekinn og ekki tekst að ná öllum á einn stað á sömu stund. Einnig ef hætta er á að þátttakendur vilji ekki tjá sig í hópi annarra. Stundum eru einstaklingsviðtöl einnig tekin við einstaka þátttakendur, eftir rýnihópa, ef stjórnandi hefur á tilfinningunni að einhverjar upplýsingar hafi ekki komið fram, t.d. ef um er að ræða starfsmannahóp.

Niðurstöðum úr djúpviðtölum er skilað í skýrslu þar sem helstu atriði eru dregin fram auk þess sem viðtalinu er skilað í handriti með leyfi þess sem við er rætt.