Meirihluti Íslendinga telur fjölda flóttafólks sem fær hæli hér á landi of mikill

Heim / Fréttir / Meirihluti Íslendinga telur fjölda flóttafólks sem fær hæli hér á landi of mikill

Maskína hefur frá árinu 2017 spurt um viðhorf landsmanna til fjölda flóttafólks sem fær hæli á Íslandi.  Í fyrsta sinn þykir meirihluti landsmanna of mikill fjöldi flóttafólks sem fær hæli á Íslandi.

Dreifing milli hópa verið jöfn þangað til nú

Dreifing milli svara hafði verið frekar jöfn þangað til nú þar sem að þriðjungur landsmanna skipti á milli sér viðhorfs til fjölda flóttafólks. Í ár varð breyting á þar sem að 60% telja að fjöldi flóttafólks sem fær hæli á Íslandi sé of mikill. Þetta er meira en tvöföldun frá síðustu mælingu. Að sama leyti fækkar í hinum tveimur hópunum en 23% telja hæfilegan fjölda flóttafólks og aðeins 17% of lítinn fjölda flóttafólks.

Munur er milli hópa en helst má nefna mun á kynjum þar sem að konur eru töluvert jákvæðari gagnvart flóttafólki en 21% þeirra segja að of lítill fjöldi sé hér á landi sem fær hæli miðað við 13% karla. Einnig er töluverður munur eftir aldri en milli 73-74% þeirra sem eru 50 ára og eldri telja of mikinn fjölda flóttafólks fá hæli hér á landi.

Ítarlegri niðurstöður er að finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.015, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 29. ágúst til 1. september 2023.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir