Maskína gerir reglulega kannanir á Íslandi fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (European Commission).

Heim / Fréttir / Maskína gerir reglulega kannanir á Íslandi fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (European Commission).

Nýverið birti Evrópusambandið niðurstöður úr könnun okkar meðal stjórnenda í smáum og meðalstórum fyrirtækjum (SMF) um auðlindanýtingu og græna markaði. Könnunin sýnir að 89% SMF fyrirtækja á Evrópusvæðinu hafa þegar gripið til einhverra aðgerða til að umbreyta rekstrinum í áttina að umhverfislegri sjálfbærni.

Hvað Ísland áhrærir var sérstaklega áhugavert að sjá að 37% SMF fyrirtækja höfðu nú þegar innleitt stefnu um að draga úr kolefnisfótspori og verða kolefnishlutlaus eða kolefnisneikvæð samanborið við 24% fyrirtækja á Evrópusvæðinu. Í könnuninni var einnig spurt um helstu áskoranir sem fyrirtækin stóðu frammi fyrir við að auka sjálfbærni og hvaða stefnu stjórnvöld gætu innleitt til að flýta fyrir grænvæðingu fyrirtækja.

Niðurstöðurnar eru mikilvægt leiðarljós fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á þeirri vegferð að hjálpa fyrirtækjunum að verða grænni í samræmi við nýja iðnaðarstefnu Evrópusambandsins.

Hér má sjá niðurstöðurnar í pdf-skjali.

Aðrar fréttir