Íslendingar jákvæðir gagnvart ferðamönnum

Heim / Fréttir / Íslendingar jákvæðir gagnvart ferðamönnum

Milli 71% og 72% Íslendinga eru jákvæð gagnvart ferðamönnum á Íslandi og um 71% telja ferðamenn hafa jákvæð efnahagsleg áhrif á sínu svæði. Þá telja hátt í 76% þjóðarinnar að framboð veitingastaða og kaffihúsa hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna á landinu.

 

Viðhorf til ferðamanna og áhrifa af þeim er jákvæðara eftir því sem fólk er eldra, hefur hærri laun og lengri menntun. Karlar eru jafnframt jákvæðari gagnvart öllum þremur þáttunum sem spurt var um en konur. Höfuðborgarbúar og Suðurnesjamenn eru jákvæðastir gagnvart ferðamönnum almennt, Norðlendingar telja síst að ferðamenn hafi haft jákvæð efnahagsleg áhrif á svæðinu og Suðurnesjamenn auk Vestfirðinga/Vestlendinga og Norðlendinga finna síst fyrir því að framboð á veitingastöðum og kaffihúsum hafi aukist vegna ferðamanna.

Þeir sem myndu kjósa Flokk fólksins, Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa ekki jafn jákvætt viðhorf til ferðamanna og áhrifa af þeim og kjósendur annarra flokka.

Svarendur voru 820 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 23. ágúst – 2. september 2018.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir