Skemmtilegra að hjóla eða ganga í vinnu/skóla en að fara með einkabíl eða strætó

Heim / Fréttir / Skemmtilegra að hjóla eða ganga í vinnu/skóla en að fara með einkabíl eða strætó

Rúmlega 68% Íslendinga ferðast til og frá vinnu eða skóla á einkabíl sem bílstjóri. Fólk á aldrinum 18-29 ára ferðast sjaldnar en aðrir á einkabíl sem bílstjóri en 60 ára og eldri oftast. Þeir sem starfa í Hafnarfirði eða eru í skóla þar eru líklegastir til þess að ferðast þangað á einkabíl sem bílstjóri (93-94%), en þeir sem starfa á Norðurlandi eru ólíklegastir til þess, eða ríflega 58%.

Um 45% Íslendinga fannst skemmtilegt að ferðast í vinnu eða skóla síðast þegar þau ferðuðust þangað. Fólki yfir fertugt fannst skemmtilegast að ferðast og fólk á aldrinum 18-29 ára leiðinlegast. Þá þótti Íslendingum sem gengu eða hjóluðu til vinnu eða skóla mun skemmtilegra að ferðast en öðrum, en þeir sem fóru með strætó leiðinlegast.

Svarendur voru 835 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Við vigtun gagna getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 11. september – 24. september 2018.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir