INNAN VIÐ FIMMTUNGUR STRENGDI ÁRAMÓTAHEIT

Heim / Fréttir / INNAN VIÐ FIMMTUNGUR STRENGDI ÁRAMÓTAHEIT

Ríflega 18% Íslendinga strengdu áramótaheit um nýliðin áramót. Konur strengdu mun frekar áramótaheit en karlar, þ.e. 23% kvenna en 14% karla. Yngra fólk er mun líklega til að strengja áramótaheit en það eldra, 11-14% þeirra sem eru 45 ára og eldri en 22-27% þeirra sem eru yngri en 45 ára. Þá eru þeir sem hafa háskólapróf líklegir til að strengja áramótaheit eða 23% þeirra en 10-16% þeirra sem hafa minni menntun. Þá er áhugavert að skoða að þeir sem velja 0-6 á kvarðanum 0-10 um hversu hamingjusamir þeir eru eru líklegri til að strengja áramótaheit en þeir sem eru hamingjusamari en munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur.

Þeir sem strengja áramótaheit voru beðnir um að skrifa eitt orð sem lýsi best áramótaheiti þeirra. Langflestir nefna heilsuna og heilsutengd orð s.s. hreyfing, heilbrigði, léttast, megun og hreysti. En einnig eru nokkrir sem nefna hamingju, augnablikið, ég, jákvæðni, gleði og fleira þess háttar.

Meira en fjórðungur mjög hamingjusamur

Maskína hefur kannað hamingju Íslendinga undanfarið ár. Í janúar 2016 segjast ríflega 26% Íslendinga vera mjög hamingjusamir (merkja við einkunnina 9 eða 10 á kvarðanum 0 – 10) á meðan nærri helmingur telur sig vera nokkuð hamingjusaman (einkunn 7 eða 8). Meðaltalið er 7,35 og er í svipaðri hæð og í janúar 2015. Athygli vekur að hamingjan eykst nokkuð út árið 2015 og nær hámarki í desember, en minnkar svo aftur í janúar 2016.

Þá má sjá má sjá að hamingja eykst með auknum fjölskyldutekjum og aukinni menntun, þá eru eru giftar/kvæntir eða í sambúð hamingjusamari en aðrir. Þá sést einnig hvernig hamingja hefur breyst innan bakgrunnshópa, en hún jókst eingöngu hjá íbúum Vesturlands og Vestfjarða annars vegar og íbúum Norðurlands hins vegar frá í desember 2015. Mesta minnkun á hamingju mátti greina hjá Sunnlendingum, Reyknesingum og Austfirðingum, og svo kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs.

Svarendur, 847 manns, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dregið með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. – 26. janúar 2016. Send var áminning þrisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svarað.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir