HEILBRIGÐISMÁLIN OFARLEGA Í HUGA KJÓSENDA

Heim / Fréttir / HEILBRIGÐISMÁLIN OFARLEGA Í HUGA KJÓSENDA

Maskína kannaði á dögunum hug almennings til nokkurra málefna fyrir fréttastofu RÚV. Þar voru svarendur beðnir að meta 12 málefni eftir því hvað þeir töldu mikilvægasta umfjöllunarefnið fyrir komandi Alþingiskosningar.

Í frétt RÚV segir meðal annars: „Heilbrigðismálin eru kjósendum ofarlega í huga samkvæmt könnun Maskínu. 45% aðspurðra telja stöðu heilbrigðiskerfisins mikilvægasta málið – 34,2% karlar og 55,2% konur. Mikill meirihluti þeirra sem settu heilbrigðiskerfið í fyrsta sæti eða 61,2% voru yngri en 25 ára og ef gengið yrði til kosninga í dag myndi 65,7% þeirra kjósa Vinstri hreyfinguna – grænt framboð.“

Hér má sjá frétt á ruv.is.

Aðrar fréttir