HÁTT Í 6 AF HVERJUM TÍU ÍSLENDINGUM HLYNNTIR ÞVÍ AÐ FLOKKAR GEFI UPP SAMSTARFSMÖGULEIKA FYRIR KOSNINGAR

Heim / Fréttir / HÁTT Í 6 AF HVERJUM TÍU ÍSLENDINGUM HLYNNTIR ÞVÍ AÐ FLOKKAR GEFI UPP SAMSTARFSMÖGULEIKA FYRIR KOSNINGAR

Slétt 57% Íslendinga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosningar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir komast í ríkisstjórn. Nærri fjórðungur er í meðallagi hlynntur eða andvígur því að flokkar gefi fyrirfram upp samstarfsmöguleika á meðan á bilinu 18-19% eru andvíg því.

Kjósendur í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru síður hlynntir því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar en kjósendur í öðrum kjördæmum.

Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni.

Svarendur voru 836 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks (þjóðhópur) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 21.- 27. október 2016.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir