FLEIRI HLYNNTIR DREKASVÆÐINU EN ANDVÍGIR

Heim / Fréttir / FLEIRI HLYNNTIR DREKASVÆÐINU EN ANDVÍGIR

Vel rúmlega 45% eru hlynntir því að Íslendingar vinni olíu á Drekasvæðinu. Tæplega fjórðungur er í meðallagi hlynntur eða andvígur olíuvinnslu á Drekasvæðinu á meðan þrír af hverjum tíu eru á móti því.

Karlar eru hlynntari olíuvinnslu á drekasvæðinu en konur og þær taka oftar ekki afstöðu. Fólk eldra en 65 ára er fremur andvígari þessu en aðrir aldurshópar.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar eru heldur hlynntari olíuvinnslunar á meðan kjósendur Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar eru frekar andvígir henni.

Svarendur voru 915 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks (þjóðhópur) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 21.- 31. október 2016.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir