Hamingja Íslendinga óbreytt í miðjum Covid-19 faraldrinum

Heim / Fréttir / Hamingja Íslendinga óbreytt í miðjum Covid-19 faraldrinum

Meðalhamingja Íslendinga sem eru 18 ára og eldri er 7,48 á kvarðanum 0-10. Þannig hefur meðalhamingjan breyst lítið, eins og sjá má á þróunarmyndinni, þrátt fyrir að spurt hafi verið í miðjum COVID-19 faraldrinum. Hamingjan hefur breyst sáralítið sl. fimm ár, en einkunnin hefur sveiflast milli 7,30 og 7,73. Hartnær fjórðungur svarenda gefur hamingju sinni einkunnina 9 eða 10, hátt í 55% einkunnina 7 eða 8 og aðeins ríflega fimmtungur einkunnina 6 eða lægra.

Konur og karlar eru jafn hamingjusöm skv. könnuninni, en hamingjan eykst með aldri, lengri skólagöngu og hærri tekjum. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna hamingjusamari (7,8-7,9) en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna (6,7-7,6).

Svarendur voru 1.411 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri af öllu landinu. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 25. mars til 4. apríl 2020.

Nánari upplýsingar má finna hjá Þóru Ásgeirsdóttur í síma 896-4427 eða hjá thora@maskina.is.

Aðrar fréttir