Eru áramótaheit dottin úr tísku?

Heim / Fréttir / Eru áramótaheit dottin úr tísku?

Það er ekki óalgengt að vilja temja sér bætta siði í byrjun nýs árs og sumir gera það í formi þess að strengja áramótaheit. MMR, sem nú hefur sameinast Maskínu, hefur um nokkurra ára skeið mælt hversu stórt hlutfall þjóðarinnar strengir slíkt áramótaheit.

Niðurstöðurnar í ár sýna að vinsældir þess að strengja áramótheit fara dvínanadi og hefur þeim sem strengja áramótaheit fækkað um rúmlega 4 prósentustig frá áramótum 2020/2021. Í ár voru tæplega 16% sem strengdu áramótaheit og hafa ekki mælst færri frá upphafi mælinga sem ná aftur til áramótanna 2016/2017.

Yngra fólk frekar fyrir áramótheit

Þeir yngstu, 18-29 ára,  strengja helst áramótaheit, en 27% gerðu það þetta árið en fæstir í hópnum 60 ára og eldri eða 7-8%.

Ítarlegri niðurstöður auk samanburðar við fyrri ár má finna hér í pdf skýrslu.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 952, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir