MMR, sem nú hefur sameinast Maskínu, hefur spurt um hvernig áramótaskaupið mælist fyrir meðal almennings undanfarin ár. Niðurstöðurnar í ár sýna að talsvert færri sögðu Skaupið hafa verið gott í ár heldur en fyrri ár eða aðeins um 45%. Til samanburðar sögðu um 85% skaupið gott árið á undan.
Konur voru almennt ánægðari með skaupið en karlar og einnig jókst ánægja með hærra menntunarstigi.
Kjósendur Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins voru minna hrifnir af skaupinu en kjósendur annarra flokka en kjósendur Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna og Pírata voru ánægðari en aðrir með skaupið.
Ítarlegri niðurstöður auk samanburðar við fyrri ár má finna hér í pdf skýrslu.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 952.. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.