Starfsmenn

Við spyrjum starfsmennina þína fyrir þig. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og til að tryggja árangur er mikilvægt að vita hvernig starfsfólki líður, hvernig því gengur að vinna saman og hvernig það upplifir vinnustaðinn.

Maskína býður upp á vinnustaðargreiningar, teymisvog, stjórnendamat, rýni og ráðgjöf.

VINNUSTAÐARGREININGAR

Maskína leggur áherslu á að vinnustaðargreiningar séu sniðnar að þörfum hvers vinnustaðar fyrir sig og að niðurstöður nýtist beint til úrbóta á vinnustaðnum. Okkur finnst mikilvægt að niðurstöður hverrar spurningar geti hjálpað til að bæta vinnustaðinn og að starfsfólk sjái að upplifun þess og viðhorf skipti máli.

  • Val um hundruð spurninga í spurningabanka Maskínu t.d. um starfsánægju, líðan, starfsanda, álag, streitu, endurgjöf, samstarf, fræðslu, stuðning, öryggismál og aðbúnað.
  • Fræðilega sannreyndir kvarðar til að mæla m.a. ánægju, helgun, streitu og kulnun.
  • Samanburðargagnagrunnur byggður á tugþúsundum svara sem veitir fyrirtækjum og stofnunum samanburð við heildarmeðaltal annarra sem starfa í svipuðum geira og umhverfi.
  • Niðurstöðum skilað í Mælaborði Maskínu innan við viku eftir að könnun lýkur.
  • Tölfræðigreiningar notaðar til að rýna í niðurstöður frá ýmsum hliðum og búa til forgangslista aðgerða.
  • Vinnustofur með stjórnendum og ráðgjöf við úrvinnslu niðurstaðna.
  • Kynningar með stjórnendum og starfsfólki.

Þá tekur Maskína gjarnan við gögnum úr fyrri vinnustaðargreiningum og tryggir þannig samfellu í mælingum fyrirtækisins svo þróun sjáist.

TEYMISVOG

Teymisvinna hefur sívaxandi vægi í starfsemi fyrirtækja og stofnana í nútímasamfélagi. Teymisvog Maskínu hjálpar fyrirtækjum að öðlast innsýn í styrkleika og veikleika mismunandi teyma og þeirrar vinnu sem þar fer fram.

  • Byggð á hugmyndafræði Google, Spotify og Atlassian.
  • Fjórir lykilþættir árangursríkrar teymisvinnu metnir: skipulag, samvinna, tilgangur og árangur.
  • Niðurstöðum fyrir hvert teymi skilað innan 3 daga í Mælaborði Maskínu.
  • Vinnustofa með hverju teymi í kjölfarið þar sem unnið er með niðurstöður, styrkleikar og veikleikar greindir og gerð áætlun um aðgerðir og úrbætur.
  • Endurteknar mælingar til að tryggja stöðugar umbætur teymisvinnu.
  • Teymisvogina má einnig nota til að meta styrkleika og veikleika samstarfs innan deilda og sviða sem eiga að vinna í átt að sameiginlegu markmiði.

STJÓRNENDAMAT

Stjórnendur hafa mikilvægt hlutverk á vinnustöðum og hafa mikil áhrif á líðan og árangur starfsfólks. Maskína býður upp á stjórnendamat þar sem frammistaða stjórnenda er metin með því að leggja spurningar fyrir starfsfólk þeirra, yfirmenn, samstarfsfólk og jafnvel viðskiptavini (90°- 180° – 270°- 360°).

  • Sannreyndir kvarðar til að leggja mat á hæfni og árangur í stjórnun.
  • Persónuleg skýrsla fyrir hvern stjórnanda.
  • Ráðgjöf og handleiðsla í kjölfarið með sérfræðingi.

RÝNI OG RÁÐGJÖF

Maskína býður upp á rýni og ráðgjöf til að hjálpa stjórnendum í litlum og millistórum fyrirtækjum og stofnunum að takast á við mannauðstengd mál og finna lausnir til framtíðar.

  • Handleiðsla í erfiðum starfsmannamálum.
  • Mótun og innleiðing mannauðsstefnu.
  • Mótun og innleiðing siða og samskiptareglna.
  • Handleiðsla í fræðslu og vinnuverndarmálum.
  • Önnur mannauðstengd handleiðsla eftir þörfum.

ÖRYGGISMENNING

Maskína hefur þróað könnun um öryggismenningu á vinnustöðum þar sem spurt er um upplifum starfsfólks af öryggisvitund á vinnustað. Góð öryggismenning er besta forvörnin gegn slysum. Við leggjum áherslu á að skila niðurstöðum sem eru aðgengilegar og skýrar til að einfalda ykkur framhaldið.

  • Þrír misstórir pakkar með misítarlegum spurningum
  • Frábært tól til að bæta öryggismenningu og hrósa fyrir það sem vel er gert
  • Niðurstöðum skilað í Mælaborði Maskínu
  • Kynningar með stjórnendum og starfsfólki