Almenningur
Við spyrjum almenning fyrir þig. Maskína spyr reglulega fólk af öllu landinu ýmissa spurninga í spurningavagni Maskínu. Maskínuvagninn er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki og stofnanir til að mæla ímynd, traust, þekkingu, vitund og viðhorf Íslendinga til sín og/eða samkeppnisaðila.
Vagninn inniheldur fjölbreytilegar spurningar frá ýmsum aðilum. Spurningarnar eru lagðar rafrænt fyrir Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgáttin samanstendur af einstaklingum sem valdir hafa verið með tilviljun úr Þjóðskrá og svara reglulega Almenningsvagni Maskínu. Í Þjóðgáttinni er fólk af öllu landinu, 18 ára og eldri.
Í hverjum Almenningsvagni er um 800 svörum safnað úr Þjóðgáttinni. Niðurstöðurnar eru vigtaðar út frá upplýsingum úr Þjóðskrá með tilliti til kyns, aldurs og búsetu til að niðurstöður endurspegli landsmenn sem best.
Maskína gætir þess að hafa Almenningsvagna stutta, þannig að aðeins taki nokkrar mínútur að svara í hvert sinn. Maskína styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir hvert svar meðlima Þjóðgáttarinnar í vagninum. Að auki fara allir svarendur í lukkupott sem dregið er úr mánaðarlega.
Maskína spyr Þjóðgáttina reglulega um málefni líðandi stundar og birtast niðurstöðurnar hér á heimasíðunni undir FRÉTTIR. Allar spurningar eru greindar eftir bakgrunni, svo sem kyni, aldri, menntun, búsetu og tekjum.
Hægt er að kaupa eina eða fleiri spurningar í vagninn.