Pipar\TBWA og Krónan eru Auglýsingastofa og Vörumerki ársins 2023

Heim / Fréttir / Pipar\TBWA og Krónan eru Auglýsingastofa og Vörumerki ársins 2023

Maskína kynnti og verðlaunaði Auglýsingastofu ársins og Vörumerkis ársins á ÍMARK deginum sem fór fram með pompi og prakt þann 1. mars 2024 í Háskólabíó. Maskína hefur verið bakhjarl ÍMARK dagsins síðastliðin átta ár.

Í ár var það Pipar\TBWA sem hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins 2023 og Krónan hlaut titilinn Vörumerki ársins 2023.
Vinningshafar eru ákvarðaðir út frá könnun sem Maskína framkvæmir í samstarfi við ÍMARK og SÍA á meðal stjórnenda markaðsmála í íslenskum fyrirtækjum. Fjölmargir árangurstengdir þættir eru mældir í könnuninni og má þar nefna upplifun af þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áhersla á árangur viðskiptavina.

Maskína óskar Pipar\TBWA og Krónunni hjartanlega til hamingju með glæstan árangur!

 

Krónan hlaut titilinn Vörumerki ársins 2023

@huldamargretphotography
@huldamargretphotography

 

 

Pipar\TBWA sem hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins 2023

@huldamargretphotography
@huldamargretphotography
Aðrar fréttir