Páskarnir nýttir í ferðalög eða notalegar stundir heima

Heim / Fréttir / Páskarnir nýttir í ferðalög eða notalegar stundir heima

Með hækkandi sól er fólk oft meira á faraldsfæti en ella væri. Hér á Íslandi er oft talað um nokkrar helgar sem miklar ferðahelgar. Fyrir marga eru páskarnir ein af þessum ferðahelgum og því var Maskína forvitin að vita um ferðlög landsmanna um nýliðna páska.

Fjórðungur ferðaðist innanlands
Páskafrí á flestum skólastigum gefur fólki aukið tækifæri til að færa sig um set á þessum tíma og sýna niðurstöðurnar að 36–37% svarenda ferðuðust ýmist innanlands eða utan landsteinanna. Töluvert fleiri ferðuðust innanlands eða um fjórðungur en 10% fóru til útlanda.

Hafa það gott heima um páskana
Samkvæmt könnuninni lagði stærstur hluti svarenda ekki í nein ferðalög um páskana eða rúmlega 63%.

Ítarlegri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.006, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 13. til 19. apríl 2023.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir