Nýliðar áberandi meðal 12 fyrirtækja sem hljóta Meðmælingu Maskínu 2023

Heim / Fréttir / Nýliðar áberandi meðal 12 fyrirtækja sem hljóta Meðmælingu Maskínu 2023

Meðmæling Maskínu byggir á mælingum á því hversu líklegt fólk er til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki.

Fyrirtæki sem skara fram úr ár hvert fá í viðurkenningarskyni afhent afreksmerki Meðmælingar Maskínu. Í uppgjöri fyrir árið 2023 reyndust Indó, Tesla og Blush hlutskörpust þeirra 174 fyrirtækja sem mælingin náði yfir. Þá fengu einnig viðurkenningu þau fyrirtæki sem reyndust hlutskörpust í 12 verðlaunaflokkum.

Dreifing fyrirtækja í Meðmælingu Maskínu 2023

Í flokki fjáramála- og tryggingastarfsemi reyndist Indó hlutskörpust af 17 mældum fyrirtækjum sem voru:

 • Arion banki
 • Auður
 • Aur
 • Ergo
 • Indó
 • HMS
 • Íslandsbanki
 • Landsbankinn
 • Lykill
 • Menntasjóður námsmanna
 • Netgíró
 • Pei
 • Síminn Pay
 • Sjóvá
 • TM
 • VÍS
 • Vörður

Í flokki almannaþjónustu reyndist Dropp, hlutskarpast af 14 mældum fyrirtækjum sem voru:

 • Aðalskoðun
 • DHL
 • Dropp
 • Endurvinnslan
 • FedEx
 • Frumherji
 • Íslenska gámafélagið
 • Pósturinn / Íslandspóstur
 • Securitas
 • Sorpa
 • Terra (áður Gámaþjónustan)
 • Tékkland
 • TVG-Zimsen
 • Öryggismiðstöðin

Af níu fyrirtækjum flokki áskriftarþjónustu fékk Spotify hæsta Meðmælingu:

 • Disney+
 • Netflix
 • Sjónvarp Símans
 • Sjónvarpsþjónusta Símans
 • Spotify
 • Storytel
 • Stöð 2
 • Viaplay
 • Vodafone Sjónvarp

Í flokki bifreiðaumboða kom Tesla á Íslandi út á toppi sex mældra fyrirtækja:

 • Askja
 • BL
 • Brimborg
 • Hekla
 • Tesla á Íslandi
 • Toyota

Af fjórum fjarskiptafyrirtækjum heyrðust hæst meðmæli með Hringdu:

 • Hringdu
 • Nova
 • Síminn
 • Vodafone

Í flokki 22 frábærra framleiðslufyrirtækja reyndist Arna hlutskörpust:

 • Ali
 • Arna
 • Bakarameistarinn
 • Brauð & Co.
 • Brikk
 • Coca-Cola European Partners
 • Freyja
 • Góa
 • Gæðabakstur / Ömmubakstur
 • Holta kjúklingur
 • Kaffitár
 • Kjarnafæði
 • Kristjánsbakarí
 • MS (Mjólkursamsalan)
 • Myllan
 • Norðlenska / Goði
 • Nói Síríus
 • SS (Sláturfélag Suðurlands)
 • Stjörnugrís
 • Sölufélag garðyrkjumanna (íslenskt grænmeti)
 • Te & Kaffi
 • Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Af fjórum mældum líkamsræktarstöðvum reyndist mestur meðbyr með Hreyfingu:

 • Hreyfing
 • Reebok Fitness
 • Sporthúsið
 • World Class

Af 18 fyrirtækjum á orkumarkaði kom Costco bensínstöð efst út:

 • Atlantsolía
 • Costco (bensínstöð)
 • HS Orka
 • HS Veitur
 • N1
 • N1 Rafmagn
 • Norðurorka
 • Olís
 • ON (Orka Náttúrunnar)
 • Orkan
 • Orkusalan
 • ÓB
 • RARIK
 • Veitur

Af 12 mældum fyrirtækjum í samgönguþjónustu hélt Hopp sér öruggleg í toppnum:

 • EasyJet
 • Heimsferðir
 • Hopp
 • Hreyfill
 • Icelandair
 • Norwegian
 • Play
 • Strætó
 • Úrval Útsýn
 • VITA
 • Wizz Air
 • ZOLO

Kynlífstækjaverslunin Blush trónaði á toppi lista 40 fyrirtækja í flokki smásöluverslunar.

 • A4
 • Apótekarinn
 • Asos
 • Bauhaus
 • Blómaval
 • Blush
 • Boozt
 • Bónus
 • Byko
 • Costco (verslun)
 • Eirberg
 • Elko
 • Fjarðarkaup
 • Flügger
 • Garðheimar
 • Hagkaup
 • Heimilistæki
 • Heimkaup
 • Húsasmiðjan
 • Húsgagnahöllin
 • IKEA
 • Ilva
 • Kringlan
 • Krónan
 • Lyf og Heilsa
 • Lyfja
 • Lyfjaval
 • Lyfjaver
 • Múrbúðin
 • Nettó
 • Ormsson
 • Penninn Eymundsson
 • Rafha
 • Rúmfatalagerinn
 • Sérefni
 • Slippfélagið
 • Smáralind
 • Útilíf
 • Vefverslun Krónunnar
 • Vínbúðin (ÁTVR)

Alls voru tíu vefþjónustur mældar og í þeim flokki fékk Noona bestu meðmælin:

 • Aha
 • Alfreð
 • Bland
 • Dineout
 • Dohop
 • Hópkaup
 • Meniga
 • Noona
 • Skatturinn
 • Tix

Í flokki veitingastaða tók könnunin til 22 vörumerkja og þar kom Tokyo Sushi best út:

 • Aktu Taktu
 • American Style
 • Blackbox Pizzeria
 • Dirty Burger & Ribs
 • Domino’s
 • Grill 66
 • Hamborgarabúlla Tómasar
 • Hamborgarafabrikkan
 • Hlöllabátar
 • Hraðlestin
 • Ísey Skyr Bar
 • KFC
 • Lemon
 • Nings
 • Pizzan
 • Pítan
 • Saffran
 • Serrano
 • Shake&Pizza
 • Subway
 • Tokyo Sushi
 • Yuzu
Aðrar fréttir