Ný fylgismæling fyrir flokka á Alþingi

Heim / Fréttir / Ný fylgismæling fyrir flokka á Alþingi

Fylgi flokka á Alþingi er mælt hjá Maskínu í hverjum mánuði og nú liggur fyrir fylgismæling í mars 2024. Fylgi Miðflokksins og Framsóknarflokksins hækkar um tæplega eitt prósentustig. Samfylkingin lækka um rúmlega eitt og hálft prósentustig en sé tekið tillit til vikmarka skarast fylgi þeirra ekki og munurinn því marktækur þrettánda mánuðinn í röð.

Nánari upplýsingar og myndræna framsetningu má nálgast í mælaborði Maskínu með því að smella hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.753, en þeir eru alls staðar að af landinu 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 6. til 12. mars 2024.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir