Meirihluti Íslendinga hlynntur frjálsum innflutningi landúnaðarafurða

Heim / Uncategorized @is / Meirihluti Íslendinga hlynntur frjálsum innflutningi landúnaðarafurða

Fleiri eru hlynntir frjálsum innflutningi á landbúnaðarafurðum en eru því andvígir. Tæplega 45% Íslendinga eru fremur eða mjög hlynnt frjálsum innflutningi landbúnaðarafurða en rösklega 27% segjast fremur eða mjög andvíg því.

Athygli vekur að í öllum flokkum nema Framsóknarflokki eru fleiri hlynntir frjálsum innflutningi en andvígir. Næstum tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokks eru andvígir frjálsum innflutningi en milli fjórðungur og fimmtungur er honum hlynntur. Yfir 60% kjósenda Samfylkingar og Bjartrar framtíðar eru hlynntir frjálsum innflutningi en 10-15% eru honum andvíg. Næstum 57% kjósenda Pírata eru hlynntir frjálsum innflutningi en fjórðungur er andvígur. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Vinstri gærnna eru nokkuð samstíga varðandi frjálsan innflutning landbúnaðarafurða, 38% þeirra eru hlynnt honum en 31% kjósenda VG er andvígt en 36% kjósenda Sjálfstæðisflokks.

Karlar eru fremur hlynntari frjálsum innflutningi landbúnaðarafurða en konur, fólk á aldrinum 35-44 ára er hlynntara því en aðrir aldurshópar, íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari því en fólk af landsbyggðinni, fólk með hærri tekjur er hlynntara því en fólk með lægri tekjur og þeir sem hafa lokið háskólaprófi eru hlynntari því en fólk sem hefur styttri menntun.

Könnunin fór fram 12. – 30. júní 2014 og dregur því ekki dám af umræðu síðustu daga og vikna. Hún var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er byggð á Þjóðskrárúrtaki. Svarendur voru 800 og eru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við hvernig þeir þættir skiptast í Þjóðskrá.

innflutningur

Aðrar fréttir