Afstaða Íslendinga til kvótakerfis í sjávarútvegi

Heim / Uncategorized @is / Afstaða Íslendinga til kvótakerfis í sjávarútvegi

Í könnun Maskínu um afstöðu Íslendinga til kvótakerfisins í sjávarútvegi kom fram að tæplega 16% Íslendinga eru fremur eða mjög hlynnt núverandi kvótakverfi í sjávarútvegi en 51% eru andvíg því.

Íbúar af landsbyggðinni eru hlynntari kvótakerfinu en íbúar af höfuðborgarsvæðinu og þegar gögnin eru skoðuð eftir kjördæmum má sjá að íbúar Norðvesturkjördæmis eru mun hlynntari því en íbúar annarra kjördæma. Þá er einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokk svarendur styðja en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru áberandi hlynntari kvótakverfinu en kjósendur annarra flokka, þó eru kjósendur Framsóknarflokksins einnig nokkuð hlynntir því.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu. Svarendur voru 800 og eru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við hvernig þeir þættir skiptast í Þjóðskrá.

kvtakerfi

Aðrar fréttir