Litlar breytingar á fylgi frambjóðenda

Heim / Fréttir / Litlar breytingar á fylgi frambjóðenda

Tæplega 95% Íslendinga hyggjast kjósa Guðna Th. Jóhannesson í komandi forsetakosningum en rúmlega 5% Guðmund Franklín Jónsson.

Litlar breytingar eru á fylgi frambjóðendanna frá því í byrjun júní en þá hugðust ríflega 92% Íslendinga kjósa Guðna Th. Jóhannesson en á bilinu 7-8% Guðmund Franklín Jónsson.

Svarendur voru 859 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 19. til 26. júní 2020.

Nánari upplýsingar má finna hjá Þóru Ásgeirsdóttur í síma 578-0125 eða hjá thora@maskina.is.

Aðrar fréttir