Langflestir Íslendinga vilja fara í bólusetningu við Covid-19

Heim / Fréttir / Langflestir Íslendinga vilja fara í bólusetningu við Covid-19

Um 92% Íslendinga segja að það sé öruggt eða líklegt að þeir fari í bólusetningu við COVID-19 þegar hún býðst, það er um 61% er öruggt um það og slétt 31% líklegt. Á hinn bóginn segjast 2-3% munu örugglega ekki fara í bólusetningu og 5-6% líklega ekki.

Karlar eru líklegri til að fara örugglega í bólusetningu eða næstum 66% á móti tæplega 56% kvenna. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru mun líklegri til að fara í bólusetningu en aðrir, því um 77% þeirra ætla örugglega en 55-60% þeirra sem eru yngri. Því lengri sem skólaganga fólks er þeim mun líklegra er það til að fara örugglega í bólusetningu við COVID-19.

Svarendur könnunar voru 919 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri alls staðar að af landinu. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember til 4. desember 2020.

Nánari upplýsingar má finna hjá Þóru Ásgeirsdóttur í síma 896-4427 eða hjá thora@maskina.is.

Smelltu hér til að skoða nánari niðurstöður.

Aðrar fréttir