Íslendingar á ferð og flugi

Heim / Fréttir / Íslendingar á ferð og flugi

Maskína spurði nýverið um hvort Íslendingar hafi heimsótt sjö vinsæla ferðamannastaði á sl. 12 mánuðum, fyrir 1-3 mánuðum eða hvort það sé lengra síðan. Þetta eru Þingvellir, Mývatn, Jökulsárlón, Bláa Lónið, Gullfoss og/eða Geysir, Skógafoss og Reynisfjara.

Tæplega 42% Íslendinga hafa komið á Þingvelli á sl. 12 mánuðum, en þeir eru vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga af þessum sjö stöðum sem Maskína spurði um. Gullfoss og/eða Geysir er næst vinsælasti ferðamannastaðurinn, en rúmlega 26% Íslendinga hafa komið þangað á sl. 12 mánuðum.

Íslendingar sem hafa farið á Þingvelli á undanförnum mánuðum eru hlutfallslega flestir úr Reykjavík, en hlutfallslega fæstir af Norðurlandi. Um 54% Reykvíkinga hafa komið á Þingvelli sl. 12 mánuði og rúmlega 9% Norðlendinga.

Sá ferðamannastaður sem flestir hafa aldrei ferðast til er Reynisfjara, en á bilinu 32-33% hafa aldrei heimsótt hana. Á eftir Reynisfjöru er Jökulsárlón, en um 10% Íslendinga hafa aldrei gert sér ferð þangað.

Svarendur voru 1.142 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 8.-19. febrúar 2019.

Skýrsluna í PDF formi má nálgast hér.

Aðrar fréttir