ÍMARK spáin 2014-2015 – Félagsleg og efnahagsleg mismunun

Heim / Uncategorized @is / ÍMARK spáin 2014-2015 – Félagsleg og efnahagsleg mismunun

Nýlega kynnti dr. Þorlákur Karlsson, rannsóknarstjóri Maskínu, niðurstöður rannsóknarinnar „Hvernig hæfa samfélagsgildi Íslendinga breyttum heimi?“ á morgunverðarfundi ÍMARK sem haldinn var í Hörpu undir yfirskriftinni ÍMARK spáin 2014-2015. Á fundinum bar Þorlákur þær saman við niðurstöður hliðstæðrar rannsóknar sem gerð var meðal ungmenna í Bandaríkjunum.

Það kemur í ljós að töluverður munur er á viðhorfi íslenskra og bandarískra ungmenna til þeirra þátta sem spurt var um í rannsókninni. Þannig telja 96,7% ungmenna á Íslandi mikilvægt að leiðrétta félagslega og efnahagslega mismunun samanborið við 43,6% bandarískra ungmenna.

Rúmlega 95% Íslendinga vilja leiðrétta mismunun

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig svör Íslendinga skiptast eftir kyni og aldri. Þar vekur athygli að langflestir Íslendingar (95,7%) telja mikilvægt að leiðrétta félagslega og efnahagslega mismunun. Þegar svörin eru greind eftir kyni má sjá að hærra hlutfall kvenna en karla telur mjög mikilvægt að leiðrétta mismuninn og eldra fólk fremur en það yngra.

Svör bandarísku ungmennanna eru niðurstöður rannsóknarinnar „Monitoring the future“ fyrir árið 2013 en hún er framkvæmd árlega af Institute of Social Research, hjá The University of Michigan. Sjö spurningar voru valdar úr rannsókninni til að leggja fyrir slembiúrtak karla og kvenna úr þjóðskrá á aldrinum 16-75 ára af öllu landinu í desember 2013. Svarendur á Íslandi voru 727.

Aðrar fréttir