FYLGI FLOKKA Í ÁGÚST

Heim / Fréttir / FYLGI FLOKKA Í ÁGÚST

Samkvæmt könnun Maskínu sem framkvæmd var í ágúst eykst fylgi ríkisstjórnaflokkanna. Fylgi Vinstrihreyfingunnar – grænt framboð stendur í stað með 14,2% en bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bæta við sig frá því í fyrri könnun. Sjálfstæðisflokkur nú með 23,4% en var með 20,9% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkur með 12,6% nú en var með 9,9% í síðustu mælingu. Bæði Píratar og Viðreisn mælast minni nú en í síðustu mælingu en aðrir flokkar stjórnarandstöðunnar mælast með svipað fylgi og í síðustu mælingu okkar í júlí.

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar almennt helst óbreytt frá fyrri könnun en ánægja með störf stjórnarandstöðu dalar talsvert eða úr 15,8% niður í 10,4%.

Nánar má lesa um helstu niðurstöður könnunarinnar á visir.is og ítarlegri niðurstöður má svo nálgast hér í pdf. skýrslu.

Svarendur könnunar voru 822 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 13. til 23. ágúst 2021.

Aðrar fréttir