Fjármálafyrirtæki á toppnum í fyrsta skipti í Meðmælingu Maskínu

Heim / Fréttir / Fjármálafyrirtæki á toppnum í fyrsta skipti í Meðmælingu Maskínu

Meðmæling Maskínu hefur skipað sér sess í markaðsdagatalinu sem veglegasta NPS mælingin á fyrirtækjum á íslenskum markaði. Ákveðinnar eftirvæntingar gætir ár hvert  fyrir útgáfunni þar sem kemur í ljós hverjir skara fram úr. Alls voru 145 fyrirtæki mæld í Meðmælingu Maskínu svo það má með sanni segja að könnunin sé umfangsmikil. 

Auður kom inn með látum
Þetta er í fyrsta sinn sem Auður er mæld í Meðmælingu Maskínu og því þakkar hún fyrir sig með því að skjótast beint á toppinn. Þetta er sömuleiðis í fyrsta skipti sem fyrirtækið sem skipar sér á toppinn er fjármálafyrirtæki. 

Ólík fyrirtæki í topp þremur
Af þeim 145 fyrirtækjum sem Maskína mældi komu fyrirtækin sem röðuð sér í efstu þrjú sætin öll úr sitthvorri áttinni. Þar var eins og fyrr sagði fjármálafyrirtækið Auður efst, en á eftir Auði kom Vefverslun Króunnar og í þriðja sæti er kynlífstækjaverslunin Blush. Þessi þrjú ólíku fyrirtæki fanga ágætlega þá breidd sem Meðmæling Maskínu nær yfir. 

Sigurvegarar í einstökum atvinnugreinum voru eftirfarandi:

Almannaþjónusta (14 fyrirtæki mæld): Dropp
Áskriftarþjónusta (9 fyrirtæki mæld): Spotify
Bifreiðaumboð (5 fyrirtæki mæld): Toyota
Fjarskiptafyrirtæki (4 fyrirtæki mæld): Hringdu 
Fjármála- og tryggingastarfsemi (15 fyrirtæki mæld): Auður
Framleiðslufyrirtæki (18 fyrirtæki mæld): Arna
Líkamsræktarstöðvar (4 fyrirtæki mæld): Hreyfing
Orkufyrirtæki (13 fyrirtæki mæld): Costco bensínstöð
Samgöngur (9 fyrirtæki mæld): Hopp
Smásöluverslun (33 fyrirtæki mæld): Vefverslun Krónunnar 
Vefþjónusta (9 fyrirtæki mæld): Dineout
Veitingastaðir (12 fyrirtæki mæld): Tokyo Sushi 

Sýnishorn af því sem kemur fram í skýrslunni um meðmælakönnuna má sjá hér.

Aðrar fréttir