FERÐAVENJUR ÍBÚA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Heim / Fréttir / FERÐAVENJUR ÍBÚA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Maskína hefur spurt íbúa höfuðborgarsvæðisins um ferðavenjur þeirra, alls hafa spurningarnar verið lagðar fyrir fjórum sinnum, fyrst í ágúst 2019 og nú síðast í júní 2021. Bæði var spurt um hvaða samgöngumáta fólk nýtti helst og hvaða samgöngumáta fólk myndi helst vilja nota. Niðurstöðurnar sýna að mun fleiri af þeim sem nota einkabílinn í dag myndu gjarnan vilja nýta sér annan ferðamáta. Einnig kemur fram skýrt kynslóðabil þar sem yngri bílstjórar eru talsvert líklegri en þeir eldri til að vilja nýta sér annan ferðamáta til og frá vinnu heldur en einkabílinn.

Reykjavíkurborg fjallaði um niðurstöðurnar á heimasíðu sinni og má finna þá umfjöllun hér.

Ítarlegri niðurstöður könnunarinnar má finna hér.

 

Aðrar fréttir