Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er hafin og má sjá þess merki víða um samfélagið. Maskína er forvitin í eðli sínu og vildi því vita hverjar væntingar almennings væru gagnvart framlagi íslands.
Íslendingar hóflega bjarsýnir
Niðurstöðurnar sýna að hófleg bjartsýni ríkir meðal almennings um gengi Diljár og lagsins Power en um þriðjungur aðspurðra spáir henni í 16.-20. sæti í kepninni. Ríflega þriðjungur spáir henni ofar sem skiptist þannig að 6% svarenda spá henni í 1.-5. sæti, 14% í 6.-10. sæti og 15% í 11.-15. sæti.
Ítarlegri niðurstöður má finna í pdf-skýrslu hér.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.081, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 13. til 21. apríl 2023.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.