Byggðafesta og búferlaflutningar – könnun fyrir Byggðastofnun

Heim / Fréttir / Byggðafesta og búferlaflutningar – könnun fyrir Byggðastofnun

Maskína sá um gagnaöflun fyrir Byggðastofnun síðastliðinn vetur. Könnunin var framkvæmd meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Markmið hennar var að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast byggðafestu og búferlaflutningum í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Þar má helst nefna að 70% íbúa telja ólíklegt að þeir muni flytja á brott fyrir fullt og allt í framtíðinni. Þeir þættir sem skipta mestu máli meðal þeirra sem hyggjast vera um kyrrt í bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er gott samfélag, kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini og fjölskyldum, lítil umferð og möguleikar til útivistar.

Nánar má lesa um helstu niðurstöður þessarar áhugaverðu könnunar á byggdastofnun.is og ítarlegri niðurstöður má svo nálgast hér í pdf. skýrslu.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir