Pipar\TBWA og Krónan eru Auglýsingastofa og Vörumerki ársins 2023

Home / Fréttir / Pipar\TBWA og Krónan eru Auglýsingastofa og Vörumerki ársins 2023

Maskína kynnti og verðlaunaði Auglýsingastofu ársins og Vörumerkis ársins á ÍMARK deginum sem fór fram með pompi og prakt þann 1. mars 2024 í Háskólabíó. Maskína hefur verið bakhjarl ÍMARK dagsins síðastliðin átta ár.

Í ár var það Pipar\TBWA sem hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins 2023 og Krónan hlaut titilinn Vörumerki ársins 2023.
Vinningshafar eru ákvarðaðir út frá könnun sem Maskína framkvæmir í samstarfi við ÍMARK og SÍA á meðal stjórnenda markaðsmála í íslenskum fyrirtækjum. Fjölmargir árangurstengdir þættir eru mældir í könnuninni og má þar nefna upplifun af þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áhersla á árangur viðskiptavina.

Maskína óskar Pipar\TBWA og Krónunni hjartanlega til hamingju með glæstan árangur!

 

Krónan hlaut titilinn Vörumerki ársins 2023

@huldamargretphotography
@huldamargretphotography

 

 

Pipar\TBWA sem hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins 2023

@huldamargretphotography
@huldamargretphotography
Related Posts
maskina.is
Yfirlit

Maskína vekur athygli á að þegar farið er inn á maskina.is vistast vefkökur í tölvu notandans. Vefkökur eru smáar texta­skrár sem greina heim­sókn­ir og geyma kjörstill­ing­ar með það að mark­miði að bæta not­enda­upp­lif­un. Flestir vafrar taka sjálfvirkt við vefkökum. Vilj­ir þú ekki njóta ávinn­ings­ins af vefkökum get­ur þú af­virkjað þenn­an eig­in­leika í vafr­an­um þínum.