Tæplega 15% eru ánægð með störf ríkisstjórnarinnar en enn færri ánægð með störf stjórnarandstöðunnar, eða rösklega 7%. Rösklega 63% eru óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og sama hlutfall er óánægt með störf stjórnarandstöðunnar.
Karlar eru óánægðari með störf ríkisstjórnarinnar en konur, 66% á móti 62% en munurinn er meiri með störf stjórnarandstöðunnar því tæplega 68% karla eru óánægð með störf hennar en 58% kvenna. Landsbyggðarfólk er í meiri mæli óánægt með störf stjórnarinnar en höfuðborgarbúar, en á móti eru höfuðborgarbúar í meiri mæli óánægðir með störf stjórnarandstöðunnar en landsbyggðarinnar. Eftir því sem menntun fólks eykst þeim mun ánægðara er það með störf stjórnarinnar og óánægðara með störf stjórnarandstöðunnar.
Könnunin, sem var hvorutveggja síma- og netkönnun, var gerð 22. ágúst til 11. september 2012. Dregið var slembiúrtak úr þjóðskrá og er það mat Maskínu að niðurstöðurnar endurspegli prýðilega Íslendinga, karla og konur á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu.
HVERSU ÁNÆGÐ(UR) EÐA ÓÁNÆGÐ(UR) ERTU MEÐ STÖRF RÍKISSTJÓRNARINNAR?
HVERSU ÁNÆGÐ(UR) EÐA ÓÁNÆGÐ(UR) ERTU MEÐ STÖRF STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR?