Meira en þrír af hverjum fjórum telja að alþjóðleg glæpasamtök hafi náð fótfestu á íslandi

Heim / Uncategorized @is / Meira en þrír af hverjum fjórum telja að alþjóðleg glæpasamtök hafi náð fótfestu á íslandi

Rúmlega 78% landsmanna telja líklegt að alþjóðleg glæpasamtök hafi náð fótfestu á Íslandi en tæplega 12% telja það ólíklegt. Næstum 8% landsmanna óttast frekar eða mjög mikið um öryggi sitt og sinna nánustu vegna skipulagðra glæpasamtaka.

Konum finnst líklegra en körlum að alþjóðleg glæpasamtök hafi náð hér fótfestu. Svipað hlutfall karla og kvenna óttast mikið um öryggi sitt og sinna nánustu en hærra hlutfall karla en kvenna óttast lítið um öryggi sitt en konur segjast í meiri mæli en karlar óttast í meðallagi mikið eða lítið um öryggi sitt og sinna nánustu.

Eftir því sem fólk eldist því líklegra finnst því að alþjóðleg glæpasamtök hafi náð hér fótfestu. Þannig telja næstum 83% þeirra sem eru 55-75 ára það líklegt en rösklega 54% fólks á aldrinum 18-24 ára. Ótti um öryggi sitt og sinna nánustu er einnig meiri eftir því sem fólk eldist, þannig óttast rúmlega 13% þeirra sem eru 55-75 ára um öryggi sitt og sinna nánustu en tæplega 4% þeirra sem eru 18-24 ára.

Höfuðborgarbúar óttast í meiri mæli en landsbyggðarfólk um öryggi sitt og sinna.

Niðurstöður þessar eru fengnar úr Almenningsvagni Maskínu sem gerður var 22. ágúst til 11. september 2011. Í úrtakinu voru 1750 manns af öllu landinu, 18-75 ára. Könnunin var gerð í síma og á netinu. Svarhlutfall var um 52%. Það er mat sérfræðinga Maskínu að niðurstöður endurspegli prýðilega skoðanir Íslendinga af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu.

FINNST ÞÉR LÍKLEGT EÐA ÓLÍKLEGT AÐ SKIPULÖGÐ GLÆPASAMTÖK MEÐ ALÞJÓÐLEGA TENGINGU HAFI NÁÐ FÓTFESTU Á ÍSLANDI?

alt

ÓTTAST ÞÚ MIKIÐ, LÍTIÐ EÐA ALLS EKKI UM ÖRYGGI ÞITT OG/EÐA ÞINNA NÁNUSTU VEGNA SKIPULAGÐRA GLÆPASAMTAKA?

alt

Aðrar fréttir