Hún hring minn ber. En á hvorri hendi?

Heim / Uncategorized @is / Hún hring minn ber. En á hvorri hendi?

 

Í síðasta almenningsvagni Maskínu voru þau sem sögðust vera giftar/kvæntir eða í sambúð (68,1%) til gamans spurð að því hvort að þau bæru giftingarhring. Tæplega 60% þeirra sögðust bera giftingarhring. Af þeim sögðust 43,6% bera giftingarhringinn á hægri hendi en 56,4% að þau bæru hringinn á vinstri hendi. Þrátt fyrir þennan mun reyndist hann ekki tölfræðilega marktækur. Það er því ekki hægt að segja með afgerandi hætti á hvorri hendi hringurinn er venjulega.

 

Könnun þessi var gerð í síma og neti og fór fram dagana 3.-22. mars 2011. Hringt var í alla í úrtakinu og þeim boðið að svara í síma eða fá könnunina senda með netpósti. Úrtakið var tekið úr Þjóðskrá. Í því voru 1800 manns á aldrinum 18-75 ára. Svarhlutfall var 50,6%.

hringur_small

 

Aðrar fréttir