2,6 bollur á mann

Heim / Uncategorized @is / 2,6 bollur á mann

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu borða Íslendingar að meðaltali 2,6 bollur á hinum árlega bolludegi. Ríflega fjórðungur svarenda segist borða 2 bollur en tæplega 17% borða minna en 1 bollu. Þá eru rúmlega 5% svarenda segjist borða fleiri en 7 bollur en sá svarandi sem borðar flestar bollur sagðist borða 24 bollur.

tni

mean

Þegar svörin eru greind eftir bakgrunni svarenda má sjá að karlar borða fleiri bollur en konur, íbúar á Austurlandi meira en íbúar annarra landsvæða og þeir sem hafa fjölskyldutekjur á bilinu 550-799 þúsund meira en svarendur í öðrum fjölskyldutekjuhópum. Þá vekur athygli að svarendur í yngsta aldurshópnum borða færri bollur en þeir sem eldri eru.

Aðrar fréttir