13 fyrirtæki hljóta Meðmælingu Maskínu 2022

Heim / Fréttir / 13 fyrirtæki hljóta Meðmælingu Maskínu 2022

Meðmæling Maskínu byggir á mælingum á því hversu líklegt fólk er til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki.

Fyrirtæki sem skara fram úr ár hvert fá í viðurkenningarskyni afhent afreksmerki Meðmælingar Maskínu. Í uppgjöri fyrir árið 2022 reyndust Auður, dóttir Kviku, Vefverslun Krónunnar og Blush kynlífstækjaverslun hlutskörpust þeirra 145 fyrirtækja sem mælingin náði yfir. Þá fengu einnig viðurkenningu þau fyrirtæki sem reyndust hlutskörpust á hverjum markaði.

Fulltrúar frá Auði tóku við viðurkenningu fyrir bestu Meðmælingu Maskínu 2022.
Á myndinni eru Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Kviku, Hilmar Kristinsson vörustjóri Kviku og Freyja Þorvaldar viðskiptastjóri Maskínu.

 

Frá vinstri: Steinar Þór Hrafnsson, Hörður Már Jónsson og Guðrún Aðalsteinsdóttir fulltrúar Krónunnar ásamt Ólafi Þór Gylfasyni sem veitti viðurkenninguna fyrir hönd Maskínu.

 

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, tók við viðurkenningu frá Ólafi Þór Gylfasyni, sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Maskínu.

Í flokki fjáramála- og tryggingastarfsemi reyndist Auður, dóttir Kviku, hlutskörpust af 15 mældum fyrirtækjum sem voru:

  • Arion banki
  • Auður
  • Aur
  • Ergo
  • Íbúðalánasjóður
  • Íslandsbanki
  • Landsbankinn
  • Lykill
  • Menntasjóður námsmanna (áður Lín)
  • Netgíró
  • Síminn Pay
  • Sjóvá
  • TM
  • Vís
  • Vörður

Í flokki fyrirtækja í Almannaþjónustu var Dropp hlutskarpast þeirra 14 fyrirtækja sem voru mæld:

  • Aðalskoðun
  • DHL
  • Dropp
  • Endurvinnslan
  • FedEx
  • Frumherji
  • Íslenska gámafélagið
  • Pósturinn
  • Securitas
  • Sorpa
  • Terra
  • Tékkland
  • TVG-Zimsen
  • Öryggismiðstöðin

Af níu fyrirtækjum flokki áskriftarþjónustu fékk Spotify hæsta Meðmælingu:

  • Disney+
  • Netflix
  • Sjónvarp Símans
  • Sjónvarpsþjónusta Símans
  • Spotify
  • Storytel
  • Stöð 2
  • Viaplay
  • Vodafone sjónvarp

Í flokki bifreiðaumboða kom Toyota út á toppi  fimm mældra fyrirtækja:

  • Askja
  • BL
  • Brimborg
  • Hekla
  • Toyota

Af fjórum fjarskiptafyrirtækjum heyrðust hæst meðmæli með Hringdu:

  • Hringdu
  • NOVA
  • Síminn
  • Vodafone

Í flokki 18 frábærra framleiðslufyrirtækja reyndist Arna hlutskörpust:

  • Ali
  • Arna
  • CCEP (áður Vífilfell)
  • Freyja
  • Gæðabakstur / Ömmubakstur
  • Góa
  • Holta kjúklingur
  • Kaffitár
  • Kjarnafæði
  • MS (Mjólkursamsalan)
  • Myllan
  • Nói Siríus
  • Norðlenska / Goði
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson
  • Sölufélag garðyrkjumanna
  • SS (sláturfélag Suðurlands)
  • Stjörnugrís
  • Te & Kaffi

Af fjórum mældum líkamsræktarstöðvum reyndist mestur meðbyr með Hreyfingu:

  • Hreyfing
  • Reebook Fitness
  • Sporthúsið
  • World Class

Af 13 fyrirtækjum á orkumarkaði kom Costco bensínstöð efst út:

  • Atlantsolía
  • Costco bensínstöð
  • HS Orka
  • HS Veitur
  • N1
  • Norðurorka
  • Olís
  • ON (Orka Náttúrunnar)
  • Orkan
  • Orkusalan
  • ÓB
  • RARIK
  • Veitur

Af níu mældum fyrirtækjum í samgönguþjónustu stökk Hopp örugglega á toppinn:

  • EasyJet
  • Hopp
  • Hreyfill
  • Icelandair
  • Nice Air
  • Norwegian Air
  • Play
  • Strætó
  • Wizz Air

Í flokki smásöluverslunar voru 33 fyrirtæki mæld og þar reyndust tveir sigurvegarar. Annars vegar Vefverslun Krónunnar sem var hlutskörpust og kynlífstækjaverslunin Blush sem skipaði þriðja sæti á heildarlista þeirra 145 fyrirtækja sem mælingin náði yfir

  • A4
  • Apótekarinn
  • Bauhaus
  • Blush
  • Bónus
  • Byko
  • Costco
  • Eirberg
  • Elko
  • Fjarðarkaup
  • Flügger
  • Hagkaup
  • Heimilistæki
  • Heimkaup
  • Húsasmiðjan
  • Húsgagnahöllin
  • Iceland
  • IKEA
  • Ilva
  • Kringlan
  • Krónan
  • Lyf og heilsa
  • Lyfja
  • Lyfjaver
  • Mettó
  • Múrbúðin
  • Penninn Eymundsson
  • Rúmfatalagerinn
  • Slippfélagið
  • Smáralind
  • Vefverslun Krónunnar
  • Vefverslun Nettó
  • Vínbúðin

Alls voru 9 vefþjónustur mældar og í þeim flokki fékk Dineout bestu meðmælin:

  • Aha
  • Alfreð
  • Bland
  • Dineout
  • Dohop
  • Hópkaup
  • Meniga
  • Skatturinn
  • Tix

Í flokki veitingastaða tók könnunin til 12 og þar kom Tokyo Sushi best út:

  • American style
  • Domino‘s
  • Hamborgarbúllan
  • Hamborgarfabrikkan
  • Hlöllabátar
  • Hraðlestin
  • KFC
  • Nings
  • Pizzan
  • Serrano
  • Subway
  • Tokyo Sushi
Aðrar fréttir