Notkun á handfrjálsum búnaði við akstur hefur stóraukist

Heim / Fréttir / Notkun á handfrjálsum búnaði við akstur hefur stóraukist

Frá árinu 2010 hefur Maskína spurt um notkun farsíma undir bílstýri. Talsverðar breytingar má sjá í gegnum árin á þeim niðurstöðum og ber þar helst að nefna mikla aukningu sem orðið hefur á að fólk noti handfrjálsan búnað í akstri. Um leið hefur dregið stórlega úr fjölda þeirra sem nota ekki slíkan búnað en þegar mælingar hófust árið 2010 sögðust yfir 70% svarenda tala í símann í akstri án handfrjáls búnaðar. Í þeim hópi hefur fækkað töluvert og samkvæmt tölum ársins 2022 var rétt um þriðungur svarenda sem enn hefur ekki tamið sér notkun handfrjáls búnaðar við símtöl í akstri. Á sama tíma hefur nokkur aukning orðið hjá þeim sem nýta sér leiðsögukort eins og Google maps meðan á akstri stendur. Þónokkurn mun er að finna eftir aldri fólks og því niðurstöður sýna glöggt að meiri notkun er á leiðsögukortum meðal yngri svarenda en þeirra eldri.

 

Ítarlegri niðurstöður er að finna í pdf-skýrslu hér.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 983, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 4. til 11. nóvember 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir